Fara í efni

Köngulóaveiðar með bæjarstjóranum

Í síðustu viku buðu nokkur börn á Leikskóla Seltjarnarness bæjarstjóranum Ásgerði Halldórsdóttur og fræðslustjóra Baldri Pálssyni að slást í för með þeim til að veiða köngulær.
Leikskólabörn ásamt Ásgerði Halldórsdóttur og Baldri Pálssyni

Í síðustu viku buðu nokkur börn á Leikskóla Seltjarnarness bæjarstjóranum Ásgerði Halldórsdóttur og fræðslustjóra Baldri Pálssyni að slást í för með þeim til að veiða köngulær. Hópinn skipuðu þau  Jenný, Teitur, Carmen, Rósalind, Júlía Karitas, Amelía, Wiktor, Garðar Sigur, Ísadóra Diljá, Þór, Grímur og Stefán. 


Veðrið skartaði sínu fegursta og á leiðinni að „Tröllasteininum“ eða útilistaverkinu Amlóða sýndi Ásgerður hópnum stein sem búið er að höggva andlit í. Spennan náði hámarki þegar börnin fengu í hendur veiðistangir til að veiða köngulær sem búið var að koma fyrir hingað og þangað um holtið. 

Áður en hinn glaði og líflegi hópur hélt af stað til baka fékk hann sér orkunammi sem samanstóð af seríós og rúsínum. Meðfylgjandi eru myndir frá þessari skemmtilegu og ævintýraríku ferð. 

Leikskólabörn ásamt Ásgerði Halldórsdóttur og Baldri Pálssyni Leikskólabörn ásamt Ásgerði Halldórsdóttur og Baldri Pálssyni

Leikskolabörn á köngulóarveiðum Tröllasteinn

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?