Seltjarnarnesbær stendur fyrir íbúaþingi um þjónustu bæjarins við fatlað fólk í bæjarfélaginu og mótun framtíðarsýnar í málaflokknum, laugardaginn 11. nóvember í Valhúsaskóla kl. 10-13.30.
Seltjarnarnesbær stendur fyrir íbúaþingi um þjónustu bæjarins við fatlað fólk í bæjarfélaginu og mótun framtíðarsýnar í málaflokknum, laugardaginn 11. nóvember í Valhúsaskóla kl. 10-13.30. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri mun setja þingið en bæjarfulltrúarnir Árni Einarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson stýra því. Boðið verður upp á kaffi og léttan hádegismat.
Fyrirkomulag þingsins verður með þeim hætti að haldnar verða stuttar kynningar á þeirri þjónustu sem nú þegar er í boði og í framhaldi verður unnið í hópum til að draga fram umræður og nýjar hugmyndir.
Fatlað fólk, aðstandendur, stjórnmálamenn, starfsfólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum. Leggja þannig bæði þekkingu sína og hugmyndir í púkkið til að þjónustan og framtíðarsýnin verði sem best úr garði gerð.
Áhugasamir skrái þátttöku á postur@seltjarnarnes.is eða í síma 5959100.
- Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setur málþingið.
- Árni Einarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson bæjarfulltrúar eru fundarstjórar og kynna fyrirkomulag þingsins.
- Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri kynnir verkefnið og stöðu þjónustu við fatlað fólk í bæjarfélaginu.
- Ásgeir Sigurgestsson stjórnsýslufræðingur kynnir helstu lög og reglur sem mæla fyrir um þjónustu við fatlað fólk.
- Umræðuhópar um þjónustu við börn og ungmenni.
Jóhanna Ólafsdóttir yfirþroskaþjálfi í Grunnskóla Seltjarnarness kynnir helstu þætti þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni.
Umræðuhópar, fundarmenn velja hópa eftir umræðuefnum:
Þjónustu við fötluð börn í leik og grunnskóla.
Þjónustu sem veitt er utan skólatíma til barna og fjölskyldna þeirra.
Frístundir, tómstunda- og íþróttaiðkun.
Greint frá helstu niðurstöðum hópanna. - Hlé - boðið upp á léttan málsverð.
- Umræðuhópar um þjónustu við fullorðna
Ásrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og forstöðumaður búsetukjarnans á Sæbraut 2 kynnir þjónustu við fullorðið fatlað fólk.
Umræðuhópar, fundarmenn velja hópa eftir umræðuefnum:
Búsetuúrræði fatlaðs fólks með tilliti til fötlunar.
Dagþjónustuúrræði fatlaðs fólks / atvinna og virkni.
Félagsleg samlögun fatlaðra við nærsamfélagið.
Þjónusta við aldurshópinn 16 – 20 ára, framhaldsskólanema.
Greint frá helstu niðurstöðum hópanna. - Íbúaþingsslit: Fundarstjórar fara yfir það helsta sem komið hefur fram á þinginu.
Skráning á postur@seltjarnarnes.is eða í síma 5959100