Fara í efni

Hvalreki á Seltjarnarnesi

Ferðamaður gekk fram á hræ af hval á leið sinni um Seltjarnarnes eftir hádegi í dag og gerði starfsfólki þjónustumiðstöðvar viðvart. 
Ferðamaður gekk fram á hræ af hval á leið sinni um Seltjarnarnes eftir hádegi í dag og gerði starfsfólki þjónustumiðstöðvar viðvart. Líklega er um hræ af 6-8 metra búrhveli að ræða, en nokkur daun leggur frá hræinu.
Á morgun mun náttúrufræðistofnun reyna að greina dýrið og gera viðeigandi ráðstafanir til að farga því.

Ferðamaðurinn lét þjónustumiðstöðina á Seltjarnarnesi vita af hræinu og fóru starfsmennirnir á staðin. Ekki er búið að greina hræið og því ekki vitað hverrar tegundar það er. Starfsmennirnir segja að í fljótu bragði líti út fyrir að þetta sé 6-8 metra langt hræ af dýri, jafnvel hrefnu, sem hafi verið lengi í sjó. Á morgun ætlar náttúrufræðistofnun að reyna að greina dýrið.

Hvalreki

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?