Fara í efni

Hvað borða börnin okkar? Ný úttekt á mötuneyti grunn- og leikskólans

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi, gerði á dögunum úttekt á mötuneyti grunn- og leikskóla á Seltjarnarnesi. Í úttektarskýrslu hennar eru sérstaklega dregnar fram upplýsingar um hráefni og næringargildi máltíða og hversu mikið nemendur nærast. 

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi, gerði á dögunum úttekt á mötuneyti grunn- og leikskóla á Seltjarnarnesi. Í úttektarskýrslu hennar "Hvað borða börnin okkar?" eru sérstaklega dregnar fram upplýsingar um hráefni og næringargildi máltíða og hversu mikið nemendur nærast. Fram kemur að matseðlar eru að mestu eins og ráðleggingar landlæknis segja til um með fiski, kjöti, spónamat og einstaka sinnum grænmetisréttum. 

Af þeim mælingum sem voru gerðar sést að nemendur borða mismikið og mörg undir næringarþörf. Starfsmenn mötuneytisins leggja sig fram við að gera nemendum til hæfis og tekið er fram að það sé mikill kostur að fyrir yngstu nemendur skólans að kennarar séu með þeim í matsal og fylgist með neyslu þeirra.

Skýrsluna má lesa í heild sinni: http://www.seltjarnarnes.is/frettirogutgefidefni/skyrslur/menntamal/


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?