Fara í efni

Hundabann framlengt til 1. ágúst í friðlandi við Gróttu og á Vestursvæðunum

Bæjarbúar eru hvattir til að vernda fuglalífið við Gróttu og á Vestursvæðunum.

Hundum er bannaður aðgangur í friðlandi Vestursvæðanna yfir varptímann tímabilið 15. apríl til 1. júlí. Ákveðið hefur verið að framlengja hundabannið til 1. ágúst nk. vegna seinkunar á varpi.

Hundaeigendur og útivistarfólk er vinsamlegast beðið um að vernda fuglalífið í friðlandi Seltjarnarness við Gróttu og á Vestursvæðunum og virða friðhelgi fugla um varptímann, ganga vel og snyrtilega um svæðið og virða umgengnisreglur sem víða má sjá á skiltum á svæðinu.

Hundar eiga ávallt að vera í bandi og taka þarf tillit til annars útivistarfólks og dýralífs á svæðunum. Hundaeigendur eru minntir á að hirða upp eftir hunda sína og skila úrganginum í næstu ruslatunnu.

Bæjarbúar eru hvattir til að vernda fuglalífið við Gróttu og á Vestursvæðunum

Bæjarbúar eru hvattir til að vernda fuglalífið við Gróttu og á Vestursvæðunum 2


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?