Fara í efni

Hreyfispjaldapakki til allra íbúa Seltjarnarness 75 ára og eldri

Í tilefni af samstarfi Seltjarnarnesbæjar og Landlæknisembættisins um Heilsueflandi samfélag ákvað bærinn að færa öllum íbúum á Seltjarnarnesi 75 ára og eldri hreyfispjaldpakka sem geymir 50 mismunandi æfingar. 

Í tilefni af samstarfi Seltjarnarnesbæjar og Landlæknisembættisins um Heilsueflandi samfélag ákvað bærinn að færa öllum íbúum á Seltjarnarnesi 75 ára og eldri hreyfispjaldpakka sem geymir 50 mismunandi æfingar. Æfingarnar eru allar til þess fallnar að auka styrk, liðleika og jafnvægi iðkenda.

Með samstarfinu við Landlæknisembættið og kaupunum á hreyfispjöldunum vill Seltjarnarnesbær vekja athygli á mikilvægi góðrar lýðheilsu eldri borgara og hvetur til þess að þeir nýti sér æfingarnar sem oftast til heilsueflingar og vellíðunar.

Æfingarnar sem eru á spjöldunum er auðvelt að framkvæma heima fyrir, einn og sér eða með öðrum.  Þær á að framkvæma með eigin líkamsþyngd og þurfa því ekki mikið rými. Hreyfispjöldin eru einnig auðveld í notkun þar sem bæði eru góðar æfingalýsingar og skýringamyndir á þeim. Hreyfispjöldin hafa 4 mismundandi liti allt eftir því hvaða líkamshluta er verið að þjálfa og eru öll með góðum útskýringum. Spjöldin nýtast viðtakendum vonandi vel til reglulegra æfinga og heilsueflingar og eru allir hvattir til að nota þau.

Þess má geta að Hreyfispjöldin verða til sölu á kostnaðarverði í Sundlaug Seltjarnarness og því geta allir áhugasamir náð sér í hreyfispjaldapakka á einfaldan hátt.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?