Gleði og áhugi skýn úr hverju andliti þegar yngstu þátttakendurnir mæta í íþróttahúsið og taka þátt í hópefli og hreyfingu, starfi sem Gróttan hefur haldið úti í samstarfi við bæinn undan farin ár.
Gleði og áhugi skýn úr hverju andliti þegar yngstu þátttakendurnir mæta í íþróttahúsið og taka þátt í hópefli og hreyfingu, starfi sem Gróttan hefur haldið úti í samstarfi við bæinn undan farin ár.
En Íþróttafélagið Grótta og Leikskóli Seltjarnarness hafa í góðu samstarfi unnið með þetta verkefni, að kynna fyrir yngstu börnum starfsemi Gróttu og einnig að kynna þeim íþróttahúsin og starfsemina þar áður en þau byrja í grunnskólanum.
Samstarfið felur það í sér að leikskólabörnin hafa haft tækifæri til þess að stunda knattspyrnu á meðan á dvöl þeirra á leikskóladeildum stendur yfir. Þjálfarar knattspyrnudeildar hafa sótt börnin á leiksólann og fylgt þeim yfir í íþróttahúsið og fylgt þeim svo aftur tilbaka á leikskólann að æfingu lokinni.
Síðastliðin ár hefur Grótta einnig boðið elstu börnunum á tíu vikna kynningarnámskeið þar sem allar íþróttagreinar Gróttu eru kynntar fyrir börnunum.
Mikil ánægja hefur verið með samstarf Gróttu og leikskólans.
Það er von allra að þetta starf eigi bara eftir að styrkjast og verði enn umfangsmeira á komandi misserum.