Fara í efni

Hraðamælingar sýna að hámarkshraði er nær ávallt virtur

Á tímabilinu frá kl. 14.30 til 15.30 þann 24.02.15 var vöktuð umferð með hraðamyndavél gagnvart bifreiðaumferð, sem ók austur Norðurströnd á Seltjarnarnesi
Á tímabilinu frá kl. 14.30 til 15.30 þann 24.02.15 var vöktuð umferð með hraðamyndavél gagnvart bifreiðaumferð, sem ók austur Norðurströnd á Seltjarnarnesi og var tilgangurinn að kanna ökuhraða á þessum vegarkafla og í nefnda akstursstefnu. 

Þarna er 60 km hámarkshraði og talsverð snjókoma var meðan á vöktuninni stóð. Á ofangreindu tímabili vaktaði vélin 106 ökutæki og var meðalhraði þeirra 56 km. Af vöktuðum ökutækjum voru ljósmynduð 5 brot eða tæp 5%. Meðalhraði brotlegu var 72 km og hraðast ekið á 78 km hraða. Þessar upplýsingar komu frá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?