Fara í efni

HönnunarMars heldur áfram í Gallerí Gróttu og Lækningaminjasafninu 

Aðal viðburðarhelgi HönnunarMars er nú að baki en sýningar í Gallerí Gróttu og Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi halda áfram.

Aðal viðburðarhelgi HönnunarMars er nú að baki en sýningar í Gallerí Gróttu og Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi halda áfram. Sú fyrrnefnda stendur til 22. apríl og sú síðarnefnda til 2. apríl. Aðgangur er ókeypis. Næstu helgi verður boðið upp á leiðsögn í Lækningaminjasafninu.

Hönnunarmars 2017

S H I F T  

Fimm íslenskir og sex skoskir hönnuðir koma í fyrsta sinn saman í nýrri, tilraunakenndri sýningu í Gallerí Gróttu. Sýningin ber yfirskriftina SHIFT en hönnuðirnir sem verk eiga á sýningunni vinna verk sín í leir, tré, eðalmálma og textíl en meginþema verkanna liggur í breyttri áherslu, stefnu eða fókus.

Shift er verkefni sem er sprottið upp úr HönnunarMars og eru aðstandendurnir með fjölbreyttan bakgrunn. Tilgangur sýningarinnar er að gefa ólíkum hönnuðunum kost á faglegu samtali og útbúa farveg þar sem þeir geta veitt hver öðrum innblástur. Fyrsta sýningarverkefni hópsins er í Gallerí Gróttu en með áframhaldandi samstarfi í gegnum röð sýninga og viðburða í Skotlandi og á Íslandi munu hönnuðirnir fá tækifæri til að kynnast heimkynnum, umhverfi, hæfileikum, reynslu, efnisnotkun og tækni hvers annars.

Samstarfsverkefnið er í senn vettvangur fyrir ferskar hugmyndir og nýja nálgun í skapandi framleiðslu. Því er einnig ætlað að efla og búa til tengingar við nýja markhópa og stuðla að nánari tengslum milli landanna.

Þátttakendur:

Julia Smith  www.juliasmithceramics.com

Hilary Grant www.hilarygrant.co.uk

Diggory Brown (Netty Sopata) www.diggorybrown.com

Eileen Gatt www.eileengatt.co.uk

Yellow Broom (Clare Waddle og David Robson) www.yellowbroomproduct.co.uk

Agustav (Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson) www.agustav.com

Doppelganger (Guðrún Lárusdóttir og Ragna Fróða) www.doppelgangercollection.com

Guðný Hafsteinsdóttir www.gudnyhaf.is

Sýningarstjórar:

Carol Sinclair og Pamela Conacher

 

STÓLPAR

Orðið stólpar í textíl endurspeglar þann grunn sem fjölbreytileikinn er byggður á - fjölbreytileiki í áferð, lit og gerð. Á sýningunni verða verk eftir 20 félagsmenn Textílfélagsins sem byggja á hefðinni og eldri þekkingu en sýna jafnframt framþróun og nýbreytni.

Textílfélagið hefur verið virkur þátttakandi í HönnunarMars undan farin ár, sem hefur vakið gleði og hvatningu til nýsköpunar. Lækningaminjasafnið hefur verið vettvangur sýninga félagsins og svo einnig á þessu ári, en umhverfið gefur sýningunni ævintýralegan blæ. Sýningin stendur til sunnudagsins 2. apríl. Sýningarstjórar eru Halla Bogadóttir og Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir. Dagana 1. og 2. apríl verður Halla með leiðsögn og spjall um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.

Opnunartímar
23.03 | 11:00 - 22:00
24.03 | 11:00 - 20:00
25.03 | 11:00 - 17:00
26.03 | 13:00 - 17:00
01.04 | 11:00 - 17:00
02.04 | 13:00 - 17:00

 

Sjá nánar http://honnunarmars.is/work/stoplar/



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?