Það var margt um manninn og glatt á hjalla á höfundakvöldi Bókasafns Seltjarnarness þriðjudagskvöldið 24. nóvember.
Það var margt um manninn og glatt á hjalla á höfundakvöldi Bókasafns Seltjarnarness þriðjudagskvöldið 24. nóvember. Höfundakvöldið er ávallt vel sótt og gerðu um 100 gestir sér ferð á safnið til að hlusta á og spjalla við rithöfundana Auði Jónsdóttur, Jón Kalman, Þórdísi Gísladóttur og Sigurð Pálsson. Hildigunnur Þráinsdóttir þýðandi og leikkona stýrði umræðum. Skoða má myndir frá höfundakvöldinu á facebooksíðu Bókasafnsins