Fara í efni

Halli á rekstri Seltjarnarnesbæjar á fyrri helmingi ársins

Yfirlit yfir rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur nú verið birt á heimasíðu bæjarins. Rekstur bæjarins var talsvert undir áætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins

Yfirlit yfir rekstur Seltjarnarnesbæjar hefur nú verið birt á heimasíðu bæjarins. Rekstur bæjarins var talsvert undir áætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins.

Skatttekjur námu 1.758 milljónum og voru 50 milljónum undir áætlun. Tveir málaflokkar skera sig úr hvað varðar útgjaldaaukningu líkt og í fyrra. Útgjöld til fræðslumála námu 1.097 milljónum, eða 62,4% skatttekjum. Aukin útgjöld má að mestu rekja til átaks í leikskólamálum en nýr leikskóli, Fagrabrekka, var tekin í notkun. Útgjöld til félagsþjónustu námu tæpum 326 milljónum, eða 18,5% af skatttekjum og eru útgjöld vegna málefna fatlaðra og barnaverndarmál vaxandi þáttur.

Unnið er að aðgerðum til að ná jafnvægi í fræðslumálum og félagsþjónustunni. Ljóst er að hagræða þarf á einhverjum vígstöðvum og/eða skera niður þjónustu. Rekstur annarra málaflokka er í jafnvægi.

Staðgreiðsla útsvars hækkaði um 2,3% en athygli vekur að meðaltalshækkun sveitarfélaga er 6,1% og töluvert meiri í nágrannasveitarfélögunum.

Rekstraryfirlit fyrir janúar til júní 2019


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?