Fara í efni

Hágæða almenningssamgöngur

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillaga SSH um aðild að undirbúningi við innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verði samþykkt

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillaga SSH um aðild að undirbúningi við innleiðingu hágæða almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verði samþykkt, enda verði samkomulagið samþykkt í öllum aðildarsveitarfélögum SSH. Er bæjarstjóra falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar. 

Tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um undirbúning að innleiðingunni var lögð fram á fundi samtakanna í síðasta mánuði. Kostnaðaráætlun vegna vinnu við fyrsta áfanga við mótun verkefnisins, fram til maíloka 2017, nemur kr. 589.627.-  Bæjarráð vill enn fremur árétta mikilvægi þess að ríkisvaldið komi að eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með aðkomu að uppbyggingu Borgarlínu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?