Fara í efni

Grunnskólanemar á Nesinu standa sig vel í stærðfræðikeppni

tærðfræðikeppni grunnskólanemenda var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík þann 8. mars síðast liðinn í fimmtánda sinn. 
Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík þann 8. mars síðast liðinn í fimmtánda sinn. Tilgangur keppninnar er að auka áhuga grunnskólanemenda á stærðfræði og auka samstarf á milli grunnskóla og framhaldsskóla.

Valhúsaskóli hefur tekið þátt í keppninni frá upphafi. Að þessu sinni mættu 344 nemendur til keppni frá 19 skólum. Keppendur frá Valhúsaskóla voru 58 talsins. Allir keppendur skólans stóðu sig með stakri prýði í keppninni. Þessi mikla þátttaka endurspeglar ekki minnst þann áhuga sem hefur tekist að vekja og ríkir á stærðfræði innan skólans.

Þrír nemendur skólans náðu einstaklega glæsilegum árangri og voru í verðlaunasætum.
Í keppni fyrir 8. bekk lenti Ómar Ingi Halldórson 7. KLV  í fimmta sæti og Bjarki Daníel Þórarinsson 8. RMÓ í fjórða sæti.
Í keppni fyrir 9. bekk lenti Bergljót Sóllilja Hjartardóttir 9. ÞHM í fimmta  sæti.
Verlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda - 8. bekkur
Keppendur 8. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla. Á myndini er Ómar Ingi Halldórsson fyrstur til hægri 
  
Verlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda - 9. bekkur
Keppendur 9. bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla. Á mynd er Bergljót Sóllilja Hjartardóttir fjórða frá hægri

Verðlaunaafhending fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 3. apríl. Hún var afar vel sótt en um 120 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning. Rektor skólans þakkaði fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna sem tóku þátt og síðast en ekki síst þakkaði hann grunnskólanemendum fyrir þátttökuna

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?