Þriðjudaginn 15. maí kl. 17.30 verður haldinn fyrirlestur á Bókasafni Seltjarnarness á vegum Umhverfisnefndar um nýútkomna skýrslu "Gróður á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og aðliggjandi svæðum" Allir velkomnir!
Þriðjudaginn 15. maí kl. 17.30 verður haldinn fyrirlestur á Bókasafni Seltjarnarness á vegum Umhverfisnefndar um nýútkomna skýrslu "Gróður á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi ásamt aðliggjandi svæðum" sem unnin var af Náttúrufræðistofnun Íslands. Kristbjörn Egilsson þáverandi starfsmaður Náttúrufræðistofnunar hafði gert úttekt á gróðurfari á Seltjarnarnesi árið 1987 en niðurstöður birtust í ritinu Náttúrufar á Seltjarnarnesi (Kristbjörn Egilsson o.fl. 1997).
Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar lagði til að sú þekking sem þar kom fram yrði uppfærð í áföngum og hafist yrði handa á Valhúsahæð og nágrenni. Sú skýrsla er nú tilbúin og hefur Umhverfisnefnd ákveðið að kynna skýrsluna fyrir bæjarbúum í Gallerí Gróttu (salur á bókasafninu) á 2. hæð á Eiðistorgi þriðjudaginn 15. maí kl. 17:30. Allir velkomnir!