Í dag barst Seltjarnarnesbæ vegleg gjöf frá Faxaflóahöfnum, bækurnar "Hér heilsast skipin". Tilefnið var að þann 16. nóvember sl. voru liðin 100 ár frá því að Gamla höfnin var formlega tekin í notkun.
Í dag barst Seltjarnarnesbæ vegleg gjöf frá Faxaflóahöfnum, bækurnar "Hér heilsast skipin". Tilefnið var að þann 16. nóvember sl. voru liðin 100 ár frá því að Gamla höfnin var formlega tekin í notkun. Það er mikil saga í bókunum tveimur sem eru auk þess afar vandaðar og fallegar. Þær eru nú komnar út á Bókasafn Seltjarnarness fyrir alla Seltirninga að njóta.
Seltjarnarnesbær færir hér með Gísla Gíslasyni hafnarstjóra og öllum hinum hjá Faxaflóahafnir sf / Faxaports okkar allra bestu þakkir fyrir gjöfina og hamingjuóskir á afmælisárinu.