Ólafur Gunnar Sæmundsson næringafræðingur er Seltirningum að góðu kunnur fyrir einstakar fugla- og náttúrljósmyndar af Nesinu. Nú hefur ein af ljósmyndum hans ratað á 200 höfuðstrokka eða buff sem öll leikskólabörn á Nesinu fengu nýlega að gjöf frá foreldrafélaginu
Ólafur Gunnar Sæmundsson næringafræðingur er Seltirningum að góðu kunnur fyrir einstakar fugla- og náttúrljósmyndar af Nesinu. Nú hefur ein af ljósmyndum hans ratað á 200 höfuðstrokka eða buff sem öll leikskólabörn á Nesinu fengu nýlega að gjöf frá foreldrafélaginu.
Um er að ræða mynd af kríu á flugi, en krían er af mörgum talin eitt af einkennum Seltjarnarness. Margþætt notagildisins strokksins er óumdeilt, en útfærslan á myndinni er einstaklega listræn og mikið augnayndi auk þess sem börnin á Leikskóla Seltjarnarness hafa með gjöfinni öðlast sitt eigið einkenni, sem aðgreinir þau frá öðrum börnum þegar farið er út fyrir skólalóðina.
Á myndunum má sjá kríu-strokkinn með listrænni útfærslu og hóp glaðbeittra leikskólabarna með nýja kríu-strokkinn auk ljósmyndarans Ólafs Gunnars Sæmundssonar, sem heldur á uppsstoppaðri kríu, Sigurlaugar Bjarnadóttur starfsmanns leikskólans og Guðrúnu Heimisdóttur fulltrúa foreldrafélagsins.