Fara í efni

Fjórði bikarinn til handknattleiksliðs kvenna í Gróttu

Íslandsmeistarar Gróttu í handknattleik kvenna hófu tímabilið á því að bæta fjórða bikarnum á þessu ári í safn sitt. 
Íslandsmeistar Gróttu í handknattleik kvenna

Íslandsmeistarar Gróttu í handknattleik kvenna hófu tímabilið á því að bæta fjórða bikarnum á þessu ári í safn sitt. Grótta varð bæði Íslands-, bikar- og deildarmeistari í fyrravetur og sigraði í gærkvöld Val, 27:19, í Meistarakeppni HSÍ á heimavelli sínum á Seltjarnarnesi. 

Staðan í hálfleik var 15:10, Gróttu í hag. Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Gróttu, Sunna María Einarsdóttir 5 og Unnur Ómarsdóttir 5. Morgan McDonald skoraði 4 mörk fyrir Val, Íris Ásta Pétursdóttir Viborg 3 og Kristín Guðmundsdóttir 3. Keppni á Íslandsmóti kvenna hefst á föstudagskvöldið en Grótta leikur við ÍR á laugardaginn og Valur mætir Aftureldingu. 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?