Fara í efni

Fjöldi vaskra ungmenna starfar í vinnuskólanum

135 krakkar á aldrinum 13-16 ára ásamt 8 flokkstjórum starfa þetta sumarið við fjölbreytt störf á Seltjarnarnesi og standa sig afar vel.

Í sumar hafa bæjarbúar án efa séð til fjölda duglegra ungmenna að störfum víðsvegar um bæinn en um 135 krakkar á aldrinum 13-16 ára starfa nú hjá vinnuskóla Seltjarnarness auk 8 flokkstjóra. Störfin eru æði fjölbreytt því bæði er unnið að því að snyrta og fegra bæinn sem og á hinum ýmsu leikja- og íþróttanámskeiðum fyrir börn. Starfið í sumar hefur gengið afar vel, krakkarnir eru duglegir og ekki hefur góða veðrið skemmt fyrir útiverkunum. 

unglingavinna

Vinnuskólinn er mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni sem eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Auk þess að læra til verka, sjá afrakstur og öðlast starfsreynslu fá krakkarnir auðvitað sína eigin sumarhýru að launum. Sem og verja þau dögunum við leik og starf í hópi jafnaldra og vina.


unglingavinna 2

Á myndunum má sjá nokkur ungmenni sem unnu hörðum höndunum að umhirðu leikskólalóðanna.


unglingavinna 3

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?