Fara í efni

Fasteignagjöld 2019

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru nú aðgengilegi á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.is

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru nú aðgengilegi á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.is

Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.

Gjaldskrá yfir fasteignagjöld og útsvar má nálgast á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar, sjá álagning fasteignagjalda og útsvars fyrir árið 2019

Álagningarseðlar eru einungis sendir út á pappírsformi til þeirra sem eru 80 ára og eldri. Engir greiðsluseðlar verða sendir nema þess sé sérstaklega óskað.

Fasteignagjöldin birtast til innheimtu í heimabanka gjaldanda, en einnig er hægt að óska eftir því að fá gjöldin færð á kreditkort með því að hafa samband við þjónustuver í síma 59 59 100.

Við álagningu hefur elli- og örorkulífeyrisþegum verið veitt lækkun eða niðurfelling samkvæmt reglum um viðmiðunarfjárhæð tekna á árinu 2017. Skilyrði lækkunar eða niðurfellingar er að um sé að ræða íbúðarhúsnæði þar sem viðkomandi gjaldandi hefur lögheimili.

Afsláttur 2019
% Einstaklingar
100% 0 5.013.000
75% 5.013.001 5.124.000
50% 5.124.001 5.235.000
25% 5.235.001 5.347.000
Afsláttur 2019
% Hjón/fólk í skráðri sambúð
100% 0 6.405.000
75% 6.405.001 6.851.000
50% 6.851.001 7.297.000
25% 7.297.001 7.742.000

Notuð er heimild til þess að lækka fráveitugjald hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum.

Afslátturinn af fráveitugjaldi er reiknaður út og meðhöndlaður með sama hætti og afsláttur af fasteignaskatti, skv ofanskráðu.

Ekki þarf að sækja um lækkunina. Gerður verður vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2017 við afsláttarviðmiðun Seltjarnarnesbæjar. Nú verða afslættir dregnir frá strax við álagningu gjaldanna.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?