Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu varð heimsmeistari 19. maí. sl. í klassískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Potchefstroom í Suður-Afríku.
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu varð heimsmeistari 19. maí. sl. í klassískri bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Potchefstroom í Suður-Afríku.
Fanney varð heimsmeistari í -63 kg flokki á mótinu. Hún lyfti mest 105 kg en reyndi einnig við 110 kg lyftu.
Fanney vann afar öruggan sigur en í 2. sæti varð Karolina Arvidson frá Svíþjóð með 80 kg lyftu, og Hollie Johnson frá Bretlandi tók bronsið með 72,5 kg lyftu.
Á síðasta ári varð hún Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðna, en það mót fór fram í Tékklandi. Í apríl setti hún svo Íslandsmet í greininni.