Kraflyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu setti í morgun nýtt heimsmet í bekkpressu þegar hún lyfti 145,5 kg. á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið er í Svíþjóð.
Kraflyftingakonan Fanney Hauksdóttir úr Gróttu setti í morgun nýtt heimsmet í bekkpressu þegar hún lyfti 145,5 kg. á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið er í Svíþjóð.
Fanney varð að sjálfsögðu heimsmeistari með þessari lyftu og varði þar með heimsmeistaratitilinn sem hún vann í fyrra.
Besti árangur Fanneyjar fyrir mótið var 135 kg. og því um umtalsverða bætingu að ræða.
Eru henni færðar innilegar hamingjuóskir með árangurinn.
Umfjöllun Morgunblaðsins frá möttöku Fanneyjar í hátíðarsal Gróttu sunnudaginn 25. maí má sjá hér