Opið hús verður í Tónlistarskóla Seltjarnarness á degi tónlistarskólanna sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 11. febrúar frá kl. 14:00 – 16:00.
Opið hús verður í Tónlistarskóla Seltjarnarness á degi tónlistarskólanna sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 11. febrúar frá kl. 14:00 – 16:00.
Þarna gefst bæjarbúum færi á að heimsækja skólann og njóta tónlistar af ýmsu tagi. Dagskráin verðum mjög fjölbreytt þar sem meðal annars verður boðið upp á fjölda einleiksatriða, ýmiskonar samspilshópa og lúðrasveit skólans.
Hægt verður að gæða sér á veitingum á meðan á tónleikunum stendur en foreldrafélag lúðrasveitarinnar stendur fyrir kaffisölu.
Það er von okkar í Tónlistarskólanum að sem flestir bæjarbúar sjái sér fært að koma í heimsókn í skólann þennan dag til að njóta tónlistar og kynnast því blómlega starfi sem þar fer fram.