Að gefnu tilefni og í ljósi umræðu um starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins skal tekið fram að aðeins um tímabundnar breytingar er að ræða.
Að gefnu tilefni og í ljósi umræðu um starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Selsins skal tekið fram að aðeins um tímabundnar breytingar er að ræða.
Í byrjun mánaðarins tók nýtt skipurit gildi hjá Seltjarnarnesbæ, en það var samþykkt af bæjarstjórn að tillögu ráðgjafafyrirtækisins HLH ehf. Í kjölfar þess að skýrsla fyrirtækisins Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Seltjarnarnesbæjar og tillögur var kynnt, hefur ýmis starfsemi á vegum Seltjarnarnesbæjar verið tekin til skoðunar. Starfsemi Frístundamiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og þar með talin starfsemi í félagsmiðstöðinni Selinu er meðal þess sem er til skoðunar, meðal annars með hliðsjón af aðstæðum og stærð bæjarfélagsins. Dagskrá Selsins fyrir marsmánuð hefur verið gefin út, eins og fram hefur komið, en nú unnið að því að klára dagskrá vorannar.
Seltjarnarnesbær mun eftir sem áður stefna að öflugu félags- og tómstundastarfi unglinga í bænum og vænta má að framtíðarskipan þess verði gefin út innan skamms.
Baldur Pálsson, sviðsstjóri Fjölskyldusviðs Seltjarnarnesbæjar.