Fara í efni

Breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi hjá Seltjarnarnesbæ 1.1.2018

Frá 1. janúar n.k. breytast reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Tekjumörk breytast þannig að þau verða samræmd tekjumörkum almennra húsnæðisbóta. Það er hækkun á neðri tekjumörkum um tæplega 9% 

Frá 1. janúar n.k. breytast reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Tekjumörk breytast þannig að þau verða samræmd tekjumörkum almennra húsnæðisbóta. Það er hækkun á neðri tekjumörkum um tæplega 9% Efri tekjumörk hækka og bilið milli þess þar sem skerðing hefst og réttur er ekki lengur fyrir verður þegar tekjur eru orðnar 35% yfir neðri mörkum.

  Árstekjur Mánaðartekjur
Fjöldi í heimili Skerðing hefst við Full skerðing Skerðing hefst við Full skerðing
1 3.373.000 kr. 4.553.550 kr. 281.083 kr. 379.463 kr.
2 4.461.064 kr. 6.022.436 kr. 371.755 kr. 501.870 kr.
3 5.222.710 kr. 7.050.659 kr. 435.226 kr. 587.555 kr.
4 5.657.936 kr. 7.638.214 kr. 471.495 kr. 636.518 kr.

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur verður 90% af grunnfjárhæðum almennra húsnæðisbóta (í stað 80% áður):

Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta Grunnfjárhæðir sérstaks húsnæðiststuðnings
Fj. Heimilismanna pr. ár pr. mánuð pr. ár pr. mánuð
1 372.000 kr. 31.000 kr. 334.800 kr. 27.900 kr.
2 492.000 kr. 41.000 kr. 442.800 kr. 36.900 kr.
3 576.000 kr. 48.000 kr. 518.400 kr. 43.200 kr.
4 624.000 kr. 52.000 kr. 561.600 kr. 46.800 kr.

 

Lágmarkshluti leigu sem leigjandi greiðir.

Leigjandi greiðir að lágmarki 50.000.- kr í leigu þegar búið er að draga frá húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning. 

Mat á aðstæðum umsækjanda

Fjölskyldunefnd Seltjarnarnesbæjar hefur heimild til að veita undanþágu frá reglum þessum ef sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir og notandi fer fram á það með sérstakri beiðni til fjölskyldunefndar innan fjögurra vikna frá því notanda barst vitneskja um ákvörðun. Fjölskyldunefnd skal fjalla um umsóknina og taka ákvörðun svo fljótt sem unnt er.

Reglur Seltjarnarnesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?