Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins nefnist Höfuðborgarsvæðið 2040 og er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Þar er fjallað um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu 25 árin, enda er höfuðborgarsvæðið eitt búsetusvæði, einn atvinnu- og húsnæðismarkaður með sameiginleg grunnkerfi, útivistarsvæði, auðlindir og náttúru.
Hryggjarstykkið í stefnunni er, nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengir kjarna sveitarfélaganna og flytur farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Til að kynna hið nýja kerfi er lögð fram til kynningar vekefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulaginu frá 10. mars til og með 25. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu SSH eða á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags.
Viðfangsefni sem tengjast svæðisskipulagi tengjast einnig innbyrðis
Skipulagsmál á höfuðborgarsvlðinu - Staðsetning Borgarlínu