Fara í efni

Bókun bæjarstjórnar tengt umræðu um kynferðislegt ofbeldi

Á fundi bæjarstjórnar 13. desember sl. samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun og vísaði til bæjarráðs til úrvinnslu.

Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Á fundi bæjarstjórnar 13. desember sl. samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun og vísaði til bæjarráðs til úrvinnslu.

"Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi hennar 24. nóvember síðastliðinn og lýsir yfir stuðningi við það frumkvæði sem konur á Íslandi hafa að undanförnu tekið í umræðu um kynferðisofbeldi, áreiti og kynbundna mismunun. Bæjarstjórn Seltjarnarness tekur undir hvatningu stjórnar sambandsins um að koma beri í veg fyrir slíkt athæfi á vinnustöðum og á vettvangi sveitarfélaga og beinir því til bæjarráðs að þegar verði sett af stað endurskoðun á stefnum og viðbragðsáætlunum Seltjarnarnesbæjar með það markmið að leiðarljósi og geri viðhlítandi úrbætur á þeim sé þeirra þörf."

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?