Í Viku bókarinnar sem haldin var hátíðleg þann 27. apríl síðastliðinn veittu Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness verðlaun fyrir þátttöku í Bókaverðlaunum barnanna. Þau sem fengu verðlaun að þessu sinni voru þau Kári Haraldsson og Viktoría Rán Hallvarðsdóttir sem bæði eru nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness.
Í Viku bókarinnar sem haldin var hátíðleg þann 27. apríl síðastliðinn veittu Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness verðlaun fyrir þátttöku í Bókaverðlaunum barnanna. Þau sem fengu verðlaun að þessu sinni voru þau Kári Haraldsson og Viktoría Rán Hallvarðsdóttir sem bæði eru nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness.
Bókaverðlaun barnanna er verkefni sem bókasöfn á öllu landinu taka þátt í. Þar velja lesendur á aldrinum 6-12 ára þær bækur sem þeim finnast skemmtilegaster. Gefið er út veggspjald með þeim bókum sem valið er um og hefur það notið mikilla vinsælda.
Verðlaunabækurnar í ár eru Mamma klikk eftir Gunnar Helgason sem var valin besta frumsamda bókin og Dagbók Kidda klaufa eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar var valin besta þýdda bókin. Bókasafn Seltjarnarness og Skólabókasafn Grunnskóla Seltjarnarness veita verðlaun fyrir þátttöku í b-Bókaverðlaunum barnanna og fá tveir þátttakendur sitthvora verðlaunabókina.
Seltjarnarnesbær óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju og þakkar öllum sem tóku þátt.