Landhelgisgæslu barst á níunda tímanum tilkynning um að fallhlífarstökkvari hefði hugsanlega farið í sjóinn og hófst þá víðtæk leit með bátum og þyrlu.
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna, lögreglu og slökkviliðs auk liðsafla frá Landhelgisgæslunni var að störfum úti við Snoppu í gærkvöldi. Landhelgisgæslu barst á níunda tímanum tilkynning um að fallhlífarstökkvari hefði hugsanlega farið í sjóinn og hófst þá víðtæk leit með bátum og þyrlu. Fjölmenni streymdi út á Snoppu til að fylgjast með björgunaraðgerðum. Fallhlífastökkvarinn reyndist sem betur fer vera helíumblöðrur með stórri skreytingu eins og myndirnar sýna og slógu björgunarmenn á létta strengi þegar í ljós kom hver fundurinn var.