Fara í efni

Bæjarlistamaður Seltjarnarness Kristín G. Gunnlaugsdóttir býður leikskólanemendur í heimsókn á vinnustofu sína

Nemendur frá Leikskólanum Sólbrekku fóru í heimsókn til Kristínar G. Gunnlaugsdóttur bæjarlistamanns Seltjarnarness 2008 á dögunum. Er heimsókn barnanna liður í því starfi sem Kristín hyggst sinna á árinu sem hún ber nafnbótina bæjarlistamaður Seltjarnarness.

Kristín G Gunnlaugsdóttir ásamt leikskólabörnumNemendur frá Leikskólanum Sólbrekku fóru í heimsókn til Kristínar G. Gunnlaugsdóttur bæjarlistamanns Seltjarnarness 2008 á dögunum.

Er heimsókn barnanna liður í því starfi sem Kristín hyggst sinna á árinu sem hún ber nafnbótina bæjarlistamaður Seltjarnarness.

Bauð Kristín nemendum inn í vinnustofu sína þar sem sjá mátti verk hún hefur og er að vinna að.

Í fyrstu sagði Kristín börnunum frá ýmsu er viðkemur starfi listamannsins og svaraði spurningum.

Hún sýndi börnunum hvernig hægt er blanda liti, hvatti þau til að æfa sig í að teikna, lita og mála, því æfingin skapar meistarann.

Þá talaði Kristín um að allt er leyfilegt í listinni, hægt er að mála og teikna hvað sem er, hvort sem það er af þessum heimi eða öðrum.

Kristín G Gunnlaugsdóttir ásamt leikskólabörnum




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?