Fara í efni

Bæjarhátíð Seltjarnarness 30. ágúst - 1. september 2019

Íbúar eru hvattir til að skreyta hús í sínum hverfislit og dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölskylduvæn og fjölbreytt m.a.: Óskalagatónleikar, Fjölskylduhátíð í Gróttu, sýning á LEGOsafni , Bæjargrill, samsöngur og gleði á Vallarbrautarróló. Græn uppskerumessa í kirkjunni og Fjölskyldufjör og þrautir á golfvellinum. Sjá nánar: 

Bæjarhátíð 2019BÆJARHÁTÍÐ SELTJARNARNESS verður 30. ágúst - 1. september 2109 og eru íbúar hvattir til að vera búnir að skreyta hús sín og götur í sínum hverfislit en litirnir eru GULUR - RAUÐUR - GRÆNN eða BLÁR.

Dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölskylduvæn og fjölbreytt en meðal viðburða eru Óskalagatónleikar á föstudagskvöldinu, á laugardeginum verður Fjölskylduhátíð í Gróttu, sýning á LEGOsafni í Tjarnarbóli, Bæjargrill, samsöngur og gleði á Vallarbrautarróló. Á sunnudeginum verður græn uppskerumessa í kirkjunni og Fjölskyldufjör og þrautir á golfvellinum.

HEILDARDAGSKRÁ BÆJARHÁTÍÐAR 2019:

FÖSTUDAGUR 30. ágúst:
Kl. 20.00 - 22.00 - ÓSKALAGATÓNLEIKAR Í Seltjarnarneskirkju
  • Tindatríóið og Friðrik Vignir standa fyrir tónleikum á léttu nótunum þar sem tónleikagestir geta valið sín uppáhaldslög úr lagalista með yfir 100 þekktum dægurlögum sbr. Vor í vaglaskógi, Dagný, My way, Þórsmerkurljóð og Gullvagninn svo örfá séu nefnd. Tindatríóið hefur haldið tónleika víða um landið við mikla ánægju tónleikagesta. Aðgangseyrir: 1.500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri (ath enginn posi og því ekki hægt að taka við kortagreiðslum)

  • Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju leikur með Tindatríóinu á píanó, orgel og harmonikku en Tindatríóið sjálft er skipað feðgunum Atla Guðlaugssyni, skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar og bræðrunum Bjarna og Guðlaugi Atlasyni. Atli er söngvari og trompetleikari en bræðurnir hafa báðir lokið framhaldsprófi í söng og komið fram sem einsöngvarar með ýmsum kórum. Þeir feðgar gáfu út geisladiskinn „Aðeins þú“ árið 2013 og tóku þátt í „Iceland got talent“ á sínum tíma.

LAUGARDAGUR 31. ágúst:
Kl. 11.00-14.00 - FJÖLSKYLDUDAGUR Í GRÓTTU
  • Gróttuviti opinn - einu sinni á ári býður Seltjarnarnesbær gestum í Gróttu að ganga upp í vitann og njóta hins óviðjafnanlega útsýnis þegar efst er komið.
  • Klifurmeistarar úr klifurhúsinu ásamt Spiderman bregða á leik og klífa Gróttuvita kl. 11.30, 12.30 og 13.30.
  • Svavar Knútur trúbator spilar, syngur og skemmtir gestum í Fræðasetrinu og mögulega víðar í Gróttu.
  • Rjúkandi vöfflukaffi, grillaðar pylsur, kaffi og djús til sölu í Fræðasetrinu og Albertsbúð á vegum Soroptimistaklúbbsins á Seltjarnarnesi til styrktar góðu málefni.
  • Þorkell Heiðarsson líffræðingur aðstoðar gesti við að rannsaka og greina lífríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Tilvalið því að taka með skóflu og fötu til að safna kuðungum, skeljum, kröbbum og öðrum dýrgripum.
  • Margrét Arnardóttir þennur nikkuna hér og þar undir berum himni
  • Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness verða í Albertsbúð og segja áhugasömum frá þessari sögufrægu sjóbúð Alberts vitavarðar, endurbótunum og bryggjunni sem og svara spurningum gesta.
  • Söngstund barnanna í Albertsbúð kl. 12.00-12.30 þegar að Sveinn Bjarki Tómasson kennari og umsjónarmaður sunnudagaskóla Seltjarnarness mætir með gítarinn og syngur með börnunum.
  • Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli munu sjá um að ferja þá sem þurfa yfir eiðið.

  • AFLEGGJARINN - Sýning og myndasmiðja í Vitavarðarhúsinu - Viktor Pétur Hannesson listamaður hefur varið sumrinu í leit að litum og línum úr íslenskri flóru sem hann nýtir í grafíkverk. Hann hefur keyrt um landið á Afleggjaranum; húsbíl með tjaldvagni sem hefur nýst honum sem heimili, vinnuaðstaða og sýningarrými í ferðinni. Nú hefur Viktor staldrað við í Gróttu og sett upp sýningu í Vitavarðarhúsinu á grafíkverkum sem hann hefur unnið sérstaklega úr gróðri af Seltjarnarnesi en einnig verða til sýnis nokkur verk frá ferð hans um landið.
  • Myndasmiðja - gerðu þitt eigið grafíkverk hjá Viktori - Á fjölskyldudeginum býðst öllum sem vilja að gera sitt eigið grafíkverk, velja jurtir og liti sem Viktor þrykkir á pappír í póstkortastærð. 

Kl. 14.00-16.00 LEGOSAFN OG SÝNING Í TJARNARBÓLI
  • Pétur B. Pétursson og Anna Rut Hellenardóttir bjóða bæjarbúum að kíkja í bílskúrinn sinn á móti Tjarnarbóli 10-12 og skoða yfir 300 gömul og ný legosett sem Pétur hefur sett saman og safnað frá árinu 1980. Elsta settið er frá 1963 og þau nýjustu frá 2019, aðallega er um að ræða Lego technic og Lego creator flugvélar, þyrlur, bíla, vinnuvélar og lestar. Sjón er sögu ríkari á þessu safni og vel hægt að taka undir orð LEGO sem fullyrða að ekki sé til neitt annað leikfang sem dekkar lengstan barnsaldur. 

Kl. 18.30 BÆJARGRILL OG SÖNGUR Á VALLARBRAUTARRÓLÓ
  • Bæjarbúar eru boðnir velkomnir í útihátíðarstemningu á Vallarbrautarróló í umsjón íbúanna sjálfra með stuðningi Seltjarnarnesbæjar þar sem fjölskyldum allra hverfa bæjarins býðst að að hafa gaman saman. Veislutjald, borð og stólar á staðnum sem og tónlist fyrir allan aldur. Þátttakendur eru hvattir að mæta skreyttir í sínum hverfislit. 
  • Klukkan 19.30 hefst samsöngur sem Seltirningurinn Bjartur Logi mun stýra en hann og hljómsveitin Húdd taka líka lagið. 
  • Veitingar á Vallarbrautarróló verða á vegum íbúanefndarinnar og er nauðsynlegt að panta/greiða fyrirfram líkt og undanfarin ár, vilji menn njóta þeirra. Nánari upplýsingar um matinn og fyrirkomulagið er á FB viðburði nefndarinnar. 

SUNNUDAGUR 1. september:
Kl. 11.00 GRÆN MESSA Í SELTJARNARNESKIRKJU
  • Haldin verður sérstök uppskerumessa með grænmetismarkaði eftir messu. Ferskt grænmetið verður selt á sanngjörnu verði til styrktar innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar sem hjálpar íslenskum fjölskyldum í vanda.

Kl. 12.00-14.00 FJÖR Í FJÖLSKYLDUGOLFI Í NESKLÚBBNUM
  • Tveir eða fleiri fjölskyldumeðlimir (börn & fullorðnir) mynda lið t.d. afar, ömmur, pabbar, mömmur, börn og barnabörn og leysa 5 stuttar og skemmtilegar golfþrautir.


Kaffi/djús og kleina fyrir 2 á aðeins 500 kr. í golfskálanum.

NJÓTIÐ VEL OG HÖFUM GAMAN SAMAN Í BÆNUM OKKAR :)

Bæjarhátíð 2019

Bæjarhátíð 2019

Bæjarhátíð 2019



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?