Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld, 31.desember og verður kveikt í henni stundvíslega kl. 20.30. Að auki verður fjöldasöngur og flugeldasýning.
Áramótabrennan verður á sínum stað á Valhúsahæð á gamlárskvöld, 31.desember og verður kveikt í henni stundvíslega kl. 20.30.
Seltjarnarnesbær stendur að vanda fyrir brennunni og flugeldasýningu auk þess að bjóða upp á fjöldasöng undir stjórn Hermanns Arasonar.
Sjáumst öll í hátíðarskapi á Valhúsahæð á gamlárskvöld og munum eftir hlífðargleraugunum.