Hún var ánægjuleg heimsóknin sem bæjarbúar fengu frá lögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur og hennar fólki á dögunum. Þar kynnti Sigríður þróun brota á Seltjarnarnesi og svaraði fyrirspurnum gesta úr sal.
Hún var ánægjuleg heimsóknin sem bæjarbúar fengu frá lögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur og hennar fólki á dögunum. Þar kynnti Sigríður þróun brota á Seltjarnarnesi og svaraði fyrirspurnum gesta úr sal.
Helstu niðurstöður kynningarinnar voru þær að Seltirningar geta verið öryggir í sínu umhverfi en almennt er staðurinn meðal þeirra sem eru með fæst brot á landsvísu. Því til vitnis sagði Sigríður að aðeins eitt tilkynnt innbrot á heimili væru í gögnum lögreglunnar fyrir árið 2015. Einnig kom fram að heildarfjöldi tilkynntra eingarspjalla frá 1. janúar á þessu ári til 6. nóv væru fimm talsins.
Eitt umferðaróhapp var að finna í gögnunum og hraðabrot eru afar fátíð. Auking varð á tilkynntum ofbeldisbrotum og heimilisofbeldisbrotum á tímabilinu en það vildi lögreglustjóri rekja til sérstaks átakst sem lögreglan hefur staðið fyrir gagnvart þessum málaflokki.
Það skaut hins vegar skökku við í gögnunum að einungis 78% íbúa á Seltjarnarnesi eru ánægðir með störf lögreglu samanborið við 91% á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni.