Fara í efni

Áfram verkfall Eflingar og því engin kennsla í Grunnskóla Seltjarnarness. Kennsla er í Tónlistarskólanum.

Þar sem að enn hafa ekki náðst samningar á milli Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga fellur öll kennsla og frístundastarf niður á morgun 18. mars. No School tomorrow March 18th. due to the strike (Efling). 

Kennsla er í Tónlistarskólanum skv. útgefinni tilkynningu frá skólastjóra Tónlistarskólans. 
Þar sem að enn hafa ekki náðst samningar á milli Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga fellur öll kennsla og frístundastarf niður á morgun 18. mars. No School tomorrow March 18th. due to the strike (Efling). 
ATH! Kennsla er í Tónlistarskólanum skv. útgefinni tilkynningu frá skólastjóra Tónlistarskólans. 

Skólahald með breyttu sniði eftir verkfall vegna fyrirmæla stjórnvalda í tengslum við samkomubann. Nýtt skipulag tekur gildi um leið og verkfall Eflingar og sveitarfélaganna leysist og skólinn hefur verið þrifinn.

Í Mýrarhúsaskóla er skipulag eftirfarandi:

1. – 4. bekkur verður í skólanum kl. 8:10 – 10:50

5. – 6. bekkur verður í skólanum kl. 11:10 – 14:00

  • Hver bekkur verður allan tímann í sömu kennslustofunni og fer ekkert um skólann en kennarar munu fara með nemendum út eftir aðstæðum og passað verður upp á að það séu ekki allir úti í einu. Hópar verða ekki stærri en 20 nemendur. Þar sem fleiri nemendur eru í bekk verður þeim skipt upp.
  • Í 1. og 2. bekk verður boðið upp á Skjól. Starfsmenn Skjólsins munu þá koma inn í stofur viðkomandi bekkja og verða þar með börnin. Það er mikilvægt að foreldrar láti umsjónarkennara vita ef börnin eiga ekki að nota þessa þjónustu og einnig að börnin séu meðvituð um það sjálf hvert þau eiga að fara þegar skóla lýkur.
  • Nemendur í 3. og 4. bekk fara heim að kennslu lokinni.
  • Það verður ekki framreiddur matur fyrir börnin en við biðjum um að þau komi með hollt og gott nesti sem borðað verður í kennslustofunni. Við minnum á að skólinn er hnetulaus og biðjum við foreldra að taka tillit til þess.
  •  Engar list- og verkgreinar verða kenndar í list- og verkgreinastofum og íþróttir og sund falla niður.
  •  Salernum verður skipt milli árganga og við munum vera með áætlun sem lýtur að þrifum og sótthreinsun.
  •  Við óskum eftir því að þau börn sem eru ekki 100% hraust séu heima og að foreldrar tilkynni það til ritara.
  •  Foreldrar mega ekki koma inn í skólann og biðjum við um að þetta sé virt og að börnin verði kvödd við útidyrnar. Einnig biðjum við foreldra að huga að stundvísi og koma með börnin á boðuðum tíma. 


Í Valhúsaskóla verður skipulagið með þeim hætti að: 

Allir nemendur í 7.- 10. bekk koma í skólann alla daga vikunnar en á mismunandi tímum og hafa foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst með öllum nánari upplýsingum um uppskiptingu bekkja/árganga, tímasetningar á mætingu o.fl.

  • Lögð er áhersla á að nemendur mæti á réttum tíma þar sem verið er að stýra fjölda nemenda í anddyri hverju sinni. 
  • Þegar nemendur mæta í skólann eiga þeir að mæta beint inn í heimastofuna sína og eftir að skóla lýkur er mikilvægt að allir yfirgefi skólann strax. 
  • Hver bekkur verður allan tímann í sömu kennslustofunni og fer ekkert um skólann en kennarar munu fara með nemendum út eftir aðstæðum og passað verður upp á að það séu ekki allir úti í einu. 
  • Það verður ekki framreiddur matur fyrir nemendur en við biðjum um að þeir komi með hollt og gott nesti sem borðað verður í kennslustofunni. 
  • Við minnum á að skólinn er hnetulaus og biðjum við foreldra að taka tillit til þess. 
  • Nemendur á unglingastigi fá ekki lánuð ritföng í skólanum og eru því beðnir um að mæta með blýanta, strokleður og annað sem þeir kunna að þurfa að nota. 
  • Engar list- og verkgreinar verða kenndar í list- og verkgreinastofum. 
  • Íþróttir og sund falla niður í þeirri mynd sem við eigum að venjast en íþróttakennarar munu hitta hvern hóp einu sinni til tvisvar í viku og fara með hópinn út í leiki/göngur. 
  • Salernum verður skipt milli hópa og við munum vera með áætlun sem lýtur að þrifum og sótthreinsun. 
  • Við óskum eftir því að þau börn sem eru ekki 100% hraust séu heima og að foreldrar tilkynni það til ritara.
  • Foreldrar mega ekki koma inn í skólann. 
  • Upplýsingar um hópaskiptingu og stofuskipan verða sendar fljótlega. Bekkjum þar sem nemendur eru fleiri en 20 hefur verið skipt upp. Þetta þýðir að allir árgangar verða þrískiptir og fjöldi í bekk 15-20 nemendur. 
  • Þetta skipulag er birt með fyrirvara um breytingar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?