Vel á annað hundrað manns sóttu afmælis- og Jónsmessuhátíð sem haldin var hátíðleg á Seltjarnarnesi þann 19. júní síðastliðinn.
Seltirningar og nágrannar voru boðnir velkomnir í fróðlega samverustund og gönguferð um Seltjarnarnesið sem Sólveig Pálsdóttir leikkona og rithöfundur stýrði. Í leiðangrinum sameinuðust hin árvissa Jónsmessuganga Seltirninga og hátíðahöld í tilefni af því að í dag 19. júní 2015 eru 100 ár liðin frá því íslenskar konur fengu fyrst kosningarétt til Alþingis.
Dætur sögðu frá mæðrum sínum, sem syntu gegn straumnum í leitinni að jafnrétti og hulunni svipt af óþekktum baráttumálum í nútímasamfélagi. Gangan var í samstarfi við framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Skoða má myndir frá viðburðinum á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar/AFMÆLIS- OG JÓNSMESSUHÁTÍÐ 2015