Fara í efni

Aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnes

Aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnes var samþykkt á fundi Bæjarstjórn Seltjarnarness miðvikudaginn 23. janúar síðast liðinn

Aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnes var samþykkt á fundi Bæjarstjórn Seltjarnarness miðvikudaginn 23. janúar síðast liðinn.

Tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC) var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr.1000/2005. Sveitarfélög sem féllu undir skilgreiningar yfir vegi þar sem umferð er meiri en þrjár milljónir ökutækja á ári, fyrir þéttbýlissvæði með 100.000 íbúa eða fleiri og á stórum flugvöllum með meira en 50.000 flughreyfingar á ári, áttu að kortleggja hávaða samkvæmt reglugerð nr. 1000/2005. Í 8. gr. reglugerðar nr. 1000/2005 segir að ef hávaði er yfir umhverfismörkum skal vinna áætlun um aðgerðir með það að markmiði að draga úr áhrifum hávaða.

Aðgerðaráætlun gagnast því bæði íbúum og stjórnvöldum Seltjarnarnesbæjar ásamt því að vera skilagagn til Umhverfisstofnunar.

Aðgerðaráætlunin er m.a. unnin út frá niðurstöðum kortlagningar hávaða fyrir Seltjarnarnes frá árunum 2013 og 2017. Einnig var horft til aðgerðaáætlana frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Hávaðavaldar á Seltjarnarnesi

Umferðarþyngstu göturnar á Seltjarnarnesi eru Eiðsgrandi, Nesvegur og hluti Suðurstrandar. Þar fer umferð yfir 3 milljón ökutæki á ári eða er á mörkum þess. Ákveðið var að kortleggja hávaða frá öllum þessum götum ásamt Norðurströnd og Lindarbraut.

Aðeins lítill hluti af Eiðsgranda er innan bæjarmarka Seltjarnarness (þ.e. að mótum Eiðsgranda og Suðurstrandar), er það eini vegurinn innan Seltjarnarness í eigu Vegagerðarinnar. Aðrar götur eru á forræði bæjarins.

Sjá nánar: Aðgerðaráætlun gegn hávaða fyrir Seltjarnarnes


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?