Fara í efni

Aðalfundir deilda Íþróttafélagsins Gróttu fyrir árið 2017.

Aðalfundir Íþróttafélagsins Gróttu voru haldnir 18. apríl sl. og þar fóru formenn deilda yfir liðið starfsár.

Aðalfundir Íþróttafélagsins Gróttu voru haldnir 18. apríl sl. og þar fóru formenn deilda yfir liðið starfsár. Mikil gróska er í öllum deildum félagsins og mikill hugur í stjórnarfólki. Bæjarstjóri mætti á fundina og greindi frá stækkun íþróttamiðstöðvar og byggingu fimleikahúss, sem byggt er í samvinnu við Reykjavíkurborg.

Bæjarstjóri þakkaði Elínu Smáradóttur formanni aðalstjórnar fyrir samstarfið undanfarin ár, en Elín gaf ekki kost á sér áfram.  Nýr formaður aðalstjórnar var kjörinn Bragi Björnsson og bauð bæjarstjóri hann velkominn til starfa fyrir félagið og hlakkaði til góðs samstarfs við hann.

Elín Smáradóttir, Bragi Björnsson og Ásgerður Halldórsdóttir

Á myndinni er Elín Smáradóttir fráfarandi formaður, Bragi Björnsson nýkjörinn formaður aðalstjórnar og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?