Fara í efni

17. júní í Bakkagarði

17. júní var haldinn hátíðlegur í Bakkagarði líkt og undanfarin ár og hreinlega fylltist af gestum en telja mátti á annað þúsund manns þegar mest var.

17. júní var haldinn hátíðlegur í Bakkagarði líkt og undanfarin ár og hreinlega fylltist af gestum en telja mátti á þriðja þúsund manns þegar mest var. Hátíðahöldin hófust með bátasiglingu við smábátabryggjuna, guðsþjónustu og loks skrúðgöngu frá Mýrarhúsaskóla í Bakkagarð. Í Bakkagarði var boðið upp á vatnabolta, loftbolta og fleiri frábær tæki - allt ókeypis og Kenneth Máni stýrði hátíðahöldum á sinn skemmtilega hátt og tók á móti fullt af frábærum skemmtikröftum sem gerðu daginn eftirminnilegan eins og sjá má á myndum frá hátíðinni á: facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?