Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní 2019. Sjá heildardagskrá dagsins en hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í öll leiktæki í Bakkagarði.
17. júní 2019 á Seltjarnarnesi
Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní 2019. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í alla skemmtun og leiktæki.
Kl. 10-12 Bátasigling frá smábátahöfninni
Siglingafélagið Sigurfari og Björgunarsveitin Ársæll bjóða börnum í fylgd með fullorðnum upp á bátsferðir frá smábátahöfninni við Bakkavör. Siglingar eru háðar veðurfari.
Kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta í Seltjarnarneskirkju
Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur þjónar fyrir altari og munu Rótarýmenn taka þátt í messunni en Þór Þorláksson forseti Rótarýklúbbsins flytur ræðu. Boðið verður upp á kaffiveitingar í þjóðhátíðarstíl eftir messu í safnaðarheimilinu.
Kl. 12.45 Skrúðganga frá Leikskóla Seltjarnarness yfir í Bakkagarð
Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness, trúðar, stultufólk og fánaberar í broddi fylkingar ásamt lögreglufylgd.
DAGSKRÁ Í BAKKAGARÐI HEFST KL. 13.00
Lalli töframaður kynnir og skemmtir gestum
Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar flytur hátíðarræðu
Fjallkonan 2019 flytur ljóðið Ísland eftir Margréti Jónsdóttur
Ronja Ræningjadóttir syngur á ævintýralegan hátt fyrir smáa sem stóra
Bríet tónlistarkonan snjalla sem var valin bæði söngkona ársins og bjartasta vonin 2019
Jói Pé x Króli rappararnir sívinsælu troða upp eins og þeim einum er lagið
LEIKTÆKI OG STEMNING FRÁ KL. 13-15 – FRÍTT Í ÖLL TÆKI Í BAKKAGARÐI
Lazertagvöllur
Rennibraut, þrautabraut og hoppukastali – eitthvað fyrir allan aldur!
Vatnaboltar
Hestateymingar fyrir alla aldurshópa
Andlitsmálning
Myndaspjöld
Candy flos, blöðrur, fánar, þjóðhátíðarnammi, pylsur, pönnukökur, kaffi og hvað eina
VÖFFLUSALA Í FÉLAGSHEIMILI SELTJARNARNESS FRÁ KL. 15.00 – ALLIR VELKOMNIR!
Athugið! Suðurströnd verður lokuð bílaumferð að hluta til, til kl. 16.30