Fara í efni

Neshlaupið 2024 Trimmklúbbur Seltjarnarness

Neshlaup TKS 2024 verður haldið laugardaginn 11. maí og verður ræst út kl. 11:00 frá Sundlaug Seltjarnarness. Skráning á hlaup.is

Hlaupið verður ræst kl 11:00 við Sundlaug Seltjarnarness. Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS), heldur þennan árlega viðburð nú í 35. skipti.

Í boði eru þrjár vegalengdir:

  • 3,25 km skemmtiskokk, án flokkaskiptingar en með tímatöku (flögur).
  • 7,5 km hlaupaleið, einn Neshringur með tímatöku (flögur).
  • 15 km hlaupaleið, tveir Neshringir með tímatöku (flögur) millitími gefinn.

Forskráning fer fram hér á hlaup.is en henni lýkur föstudaginn 10. maí kl. 22:30. Eftir að forskráningu lýkur hækkar þátttökugjald og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega á hlaup.is. Skráning á staðnum og afhending á hlaupagögnum fer fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á milli kl. 9 - 10:45 á hlaupdaginn.

Þátttökugjald:
2.500 kr. fyrir fullorðna (f. 2007 og fyrr) miðað við forskráningu.
3.000 kr. fyrir fullorðna eftir að forskráningu líkur.
Ókeypis fyrir börn og ungmenni (f. 2008 eða síðar, miðað er við grunnskólaaldur)

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?