Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Helga Hvanndal Björnsdóttir
17.01.2024

Nýr verkefnastjóri umhverfismála

Helga Hvanndal Björnsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri umhverfismála hjá Seltjarnarnesbæ. Starfið felur m.a. í sér umsjón með fegrun og ásýnd sveitarfélagsins, hvers kyns náttúru- og umhverfismálum, yfirumsjón með vinnuskólanum, endurvinnslu- og úrgangsmálum sem og ýmsum stefnumarkandi verkefnum og fræðslu.
Álagning fasteignagjalda 2024
17.01.2024

Álagning fasteignagjalda 2024

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2024 hafa verið gefnir út og eru aðgengilegir á rafrænu formi fyrir íbúa á mínar síður.
Starfsmaður í Frístund óskast - hlutastarf
05.01.2024

Starfsmaður í Frístund óskast - hlutastarf

Frístundaheimilið Skjólið óskar eftir starfsfólki, 18 ára og eldri. Um er að ræða hlustastarf með börnum að skóla loknum, tvo til fimm eftirmiðdaga í viku (frá kl. 13:00-16:30). Góð íslensku kunnátta og hreint sakavottorð skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar nk.
Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi
01.01.2024

Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi

Bæjarbúum býðst að henda umbúðum af notuðum flugeldum í sérstakan gám sem komið hefur verið upp á Eiðistorgi en alls óheimilt er að henda slíku rusli í hefðbundnar pappatunnur eða gáma. Sorpa tekur einnig á móti notuðum flugeldaumbúðum. Hjálpumst að við að snyrta bæinn okkar hið fyrsta svo ruslið verði ekki fjúkandi um fram á vor. Gleðilegt nýtt ár 2024 🙂
Gleðilegt nýtt ár 2024
29.12.2023

Gleðilegt nýtt ár 2024

Seltjarnarnesbær óskar íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum farsældar og gæfu á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem var að líða.
Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30
27.12.2023

Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30

Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld og býður upp á tónlist því trúbadorinn Bjössi greifi mun syngja og stýra fjöldasöng fyrir brennugesti. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð. Birt með fyrirvara um veður í lagi.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
22.12.2023

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Bæjarstjórn og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar senda bæjarbúum jólakveðjur með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
977. Bæjarstjórnarfundur 28. desember dagskrá
22.12.2023

977. Bæjarstjórnarfundur 28. desember dagskrá

Boðað hefur verið til 977. bæjarstjórnarfundar kl. 11:00 fimmtudaginn 28. desember 2023 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
Grenndarstöð á Eiðistorgi
20.12.2023

Grenndarstöð á Eiðistorgi

Til reynslu hefur verið sett upp grenndarstöð á Eiðistorgi þar sem skila má til endurvinnslu hreinum pappír og pappa, gleri, málmi og textíl (efni). Tilvera grenndarstöðvarinnar á þessum stað fer eftir umgengni. Vinsamlega virðið því flokkunina og blandið ekki saman efnivið, plast má t.a.m. alls ekki fara í pappagáminn. Ekki má skilja neitt eftir í grennd við flokkunarílátin.
Salt og sandur fyrir íbúa að sækja sér
20.12.2023

Salt og sandur fyrir íbúa að sækja sér

Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar á Seltjarnarnesi. Íbúum er frjálst að sækja sér salt til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við Þjónustumiðstöðina er einnig hægt að ná sér í sand.
Móttökustöð fyrir pappa og pappír á Eiðistorgi
08.12.2023

Móttökustöð fyrir pappa og pappír á Eiðistorgi

Pappírsgámur er kominn til reynslu á Eiðistorg fyrir íbúa að losa umfram magn af pappír/pappa sem safnast upp við heimilin. Það er afar mikilvægt að öll umgengni um og við gáminn verði til fyrirmyndar svo að hægt verði að þjónusta íbúa með þessum hætti. Í hann má eingöngu losa pappír/pappa og óheimilt er að skilja eftir annað rusl við gáminn. Gangi allt vel er enn fremur stefnt að því að setja þarna upp netta grenndarstöð fyrir gler og plast þar til að framtíðarlausn finnst varðandi staðsetningu grenndarstöðvar með djúpgámum.
976. Bæjarstjórnarfundur 13. desember dagskrá
08.12.2023

976. Bæjarstjórnarfundur 13. desember dagskrá

Boðað hefur verið til 976. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 13. desember 2023 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?