Prufa
Fréttir & tilkynningar
14.01.2025
Meira um sorphirðu í byrjun árs
Terra vinnur hörðum höndum að því að vinna upp seinkun á losun sorps vegna veðurs og veikinda. Á morgun miðvikudag lýkur losun á matvælum og blönduðum úrgangi og á fimmtudag hefst losun á plasti og pappa, tveir bílar verða á ferðinni og byrja á Ströndunum, Mýrinni og Eiðistorgi. Terra stefnir að því að ljúka losun á pappír og plasti á föstudaginn á öllu Nesinu.
14.01.2025
Leiðbeiningar til íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna fuglaflensufaraldurs
Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur á móti tilkynningum í síma 822 7820 og dyr@reykjavik.is um dauða fugla á öllu höfuðborgarsvæðinu og er með meindýraeyða á sínum snærum til að takast á við þessi verkefni. Íbúar á Seltjarnarnesi sem rekast á dauða fugla eru beðnir um að tilkynna það strax og meðhöndla alls ekki dauða eða veika fugla.
13.01.2025
Lokun á heitu vatni 13. janúar á Hæðarbraut og Melabraut
Íbúar á Hæðarbraut og Melabraut athugið! Vegna bilunar í dag mánudaginn 13. janúar þurfti að loka fyrir heita vatnið, unnið er að viðgerð og verður heita vatninu hleypt á eins fljótt og auðið er. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness.
12.01.2025
Félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa
Nú er félagsstarf eldri bæjarbúa fyrir vorönn 2025 komið á fullt bæði með föstum liðum, námskeiðum og skemmtilegum viðburðum. Heildardagskráin er víða aðgengileg m.a. á Skólabrautinni og hér á heimasíðunni. Endilega að taka þátt í þessu fjölbreytta félagsstarfi.