Prufa
Fréttir & tilkynningar
01.01.2026
Gámur fyrir notaða flugelda á Eiðistorgi
Bæjarbúum býðst að henda umbúðum af notuðum flugeldum í sérstakan gám sem komið hefur verið upp á Eiðistorgi en alls óheimilt er að henda slíku rusli í hefðbundnar pappatunnur eða gáma. Sorpa tekur einnig á móti notuðum flugeldaumbúðum. Hjálpumst að við að snyrta bæinn okkar hið fyrsta svo ruslið verði ekki fjúkandi um fram á vor. Gleðilegt nýtt ár 2026 🙂
29.12.2025
Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30
Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld og býður upp á tónlist en trúbadorinn Pálmi Hjalta mun syngja og stýra fjöldasöng fyrir brennugesti. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð. Birt með fyrirvara um að veðrið verði í lagi fyrir brennu.
23.12.2025
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Bæjarstjórn og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar senda bæjarbúum jólakveðjur með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.