Fara í efni

Fréttir & tilkynningar

Vorlokun sundlaugarinnar verður 13.-24. maí nk.
08.05.2024

Vorlokun sundlaugarinnar verður 13.-24. maí nk.

Árleg lokun laugarinnar er lengri þetta árið vegna óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald. Sundlaug Seltjarnarness opnar aftur kl. 08.00 laugardaginn 25. maí nk.
Forsetakosningar 1. júní 2024
06.05.2024

Forsetakosningar 1. júní 2024

Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi almenningi til sýnis frá 6. maí á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2, á opnunartíma skrifstofunnar. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 1. júní er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.
986. Bæjarstjórnarfundur 8. maí dagskrá
03.05.2024

986. Bæjarstjórnarfundur 8. maí dagskrá

Boðað hefur verið til 986. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 8. maí 2024 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.
Varptíminn er hafinn! Sumarlokun í Gróttu og hundabann á Vestursvæðunum
03.05.2024

Varptíminn er hafinn! Sumarlokun í Gróttu og hundabann á Vestursvæðunum

Ferðabann um friðlandið við Gróttu hefur tekið gildi og stendur frá 1. maí - 31. júlí. Hundabann gildir á sama tíma á Vestursvæðunum og eru kattaeigendur hvattir til að hafa kettina í bandi eða halda þeim innandyra.
Tíðni sorphirðu við heimili á Seltjarnarnesi eykst
02.05.2024

Tíðni sorphirðu við heimili á Seltjarnarnesi eykst

Hirðutíðni fyrir pappír/pappa og plastumbúðir verður nú á 21 dags fresti en ekki á 28 daga fresti eins og áður var. Hirðutíðni fyrir matarleifar og blandaðan úrgang verður áfram á 14 daga fresti.

Viðburðir