59. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn miðvikudaginn 08.12.04 kl. 16.00 í fundarsal bæjarstjórnar.
Mættir: Guðjón Jónsson, Jens Andrésson, Pétur Árni Jónsson, Guðmundur Jón Helgason, Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun HS 2005. Í ljósi rekstrarafkomu veitunnar árið 2004 telur stjórnin ekki ástæðu til að endurskoða forendur þegar samþykktrar fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.
2. Mat á vatnsréttindi Seltjarnarnesbæjar. Lagt var fram minnisblað um málið.
3. Tekið til afgreiðslu erindi HÞH, dags. 04.02.2004 með ósk um greiðslu vatnsgjalds skv. mæli. Stjórn veitustofnana telur lagaheimildir skorta til að verða við erindinu enda kveða lög um vatnaveitur nr. Nr. 32/2004 skýrt á um að heimild til álagningar vatnsgjalds skuli nema ákveðnum hundraðshluta af fasteignamati fasteignar. Samþykkt samhljóða.
4. Ráðningarsamingur Hitaveitustjóra. Stjórn samþykkti samhljóða að gerður verði fastlaunasamningur við Hitaveitustjóra. Formanni falið að ganga frá málinu á grundvelli umræðna á fundinum.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17:20
Jónmundur Guðmarsson
(sign.)