334. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 23. ágúst 2007 kl. 17:00 – 18:30
Mættir: Berglind Magnúsdóttir, Magnús Margeirsson, Edda Kjartansdóttir, Ragnar Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.
- Trúnaðarmál.
1.1 Trúnaðarmál fært í trúnaðarmálabók 1. mál
- Umsóknir um starf deildarstjóra í öldrunarþjónustu kynntar og ræddar. Félagsmálaráð samþykkir að ráða Önnu Kristínu Guðmannsdóttur og felur félagsmálastjóra að ganga frá ráðningu.
- Fundargerð þjónustuhóps aldraða, dags. 2. júlí 2007 lögð fram.
- Lagt fram erindi öldrunarfulltrúa þar sem farið er fram á að keyptur verði bræðsluofn fyrir leir í félagsstarfi aldraðra. Félagsmálaráð mælir eindregið með erindinu og vísar því til fjárhags- og launanefndar.
- Lögð fram beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um greiðslu framlags vegna fatlaðra barna í sumarvistun í Reykjadal. Samþykkt að greiða umbeðið framlag.
- Önnur mál
- Félagsmálaráð harmar þann seinagang sem er á viðhaldsframkvæmdum á Skólabraut 3 – 5 og lýsir miklum vonbrigðum með að sumarið hafi ekki verið notað til viðhalds eins og gefin höfðu verið fyrirheit um. Félagsmálastjóra falið að rita tækni- og umhverfissviði bréf vegna þessa.
- Rædd kjaramál leiðbeinenda í félagsstarfi. Endurmat á starfsmati liggur ekki fyrir en von er á því í næsta mánuði.
- Bygging hjúkrunarheimilis á Lýsislóð. Fyrirspurn frá fulltrúa í félagsmálaráði hvað væri að gerast í málinu. Berglind gerði grein fyrir því sem gerst hefur á fundum starfshóps um fyrirhugaða byggingu hjúkrunarheimilis við Grandaveg.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Berglind Magnúsdóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign), Edda Kjartansdóttir (sign), Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign).