Fara í efni

Röskun á skólastarfi í Grunnskóla Seltjarnarness föstudaginn 13. mars vegna verkfalls Eflingar

Þar sem að ekki hafa náðst samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna er ljóst að til röskunar kemur á skólastarfi á morgun, föstudaginn 13. mars en þó ekki á öllum skólastigum. Kennsla fellur niður í Valhúsaskóla, Skjól og Frístund verða lokuð en kennt verður í Mýrarhúsaskóla. Sjá nánar:

Þar sem að ekki hafa náðst samningar á milli Eflingar og sveitarfélaganna er ljóst að til röskunar kemur á skólastarfi í Grunnskóla Seltjarnarness á morgun, föstudaginn 13. mars en þó ekki á öllum skólastigum.

  • Kennsla í 7.-10. bekk Valhúsaskóla fellur niður
  • Skjól og Frístund verða lokuð
  • Kennsla í 1.-6. bekk Mýrarhúsaskóla verður með eðlilegum hætti þar sem ræstingar í Mýrarhúsaskóla eru ekki að öllu leiti á hendi Eflingafélaga.

Frekari upplýsingar um framhaldið verða sendar út föstudaginn 13. mars.

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?